01.04.1971
Efri deild: 85. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1332 í B-deild Alþingistíðinda. (1449)

179. mál, Áburðarverksmiðja ríkisins

Frsm. (Steinþór Gestsson):

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til að rekja efni þessa frv.; það var rakið hér rækilega við 1. umr. En í frv. felst aðeins það að staðfesta það fyrirkomulag, sem þegar er komið í framkvæmd með sameiningu Áburðarsölu ríkisins og Áburðarverksmiðjunnar. Þegar frv. var rætt í landbn., þá kom það fram og var bent á það af einum nm., að 3. gr. gerir ráð fyrir því, að skipulagsbreyting þessi fari fram 1. jan. 1971 og reikningsskil miðist við þann dag. Þótti mönnum sumum það nokkrum vafa bundið, hvort rétt væri að miða við liðinn dag í þessu efni. Við nánari skoðun og eftir að hafa rætt þetta efni við lögfróða menn virðist mér þetta standast fyllilega, þar sem hér er aðeins um bókhald að ræða, en fyrirtækin bæði hafa lotið sömu stjórn og munu einnig gera það eftir gildistöku þessara laga.

Eins og nál. á þskj. nr. 746 ber með sér, þá mælir landbn. með því, að frv. verði samþ. óbreytt.