29.03.1971
Efri deild: 78. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 1526 í B-deild Alþingistíðinda. (1583)

281. mál, almannatryggingar

Sjútvrh. (Eggert G. Þorsteinsson):

Herra forseti. Ég skal á þessu stigi málsins ekki lengja þessar umr. mikið, en ég vildi koma hér á framfæri yfirlýsingu frá ríkisstj., ef hún kynni að vilja stytta eitthvað umr. um þetta mál. Það væri ákaflega eðlilegt, að ég dræpi á ýmis atriði, sem hér hafa verið nefnd og æskilegt væri að ræða nánar, þar sem kapp manna hefur verið mikið í því að bjóða hér betur en hið upphaflega frv., og allir eru víst þeirrar skoðunar, að við vildum, að bætur væru hærri — ekki sízt elli- og örorkubætur, en það er bara með þessi blessuð lög eins og flest önnur, að einhvers staðar að þurfa peningarnir að koma, og menn skyldu gæta þess í till.- gerð sinni, að það er ekki nein smábyrði, sem hinum tryggðu er ætlað að bera í þessum efnum, heldur allstór upphæð, svo að það er ekki alveg einhlítt að benda á hækkandi bætur. Menn þurfa þá að gera ráð fyrir auknum álögum á hlutaðeigandi aðila, sem undir bótunum eiga að standa. Þetta hefði ég viljað segja um málið almennt. Ef tilefni gefst til síðar, þá mun ég fara frekar út í einstök atriði, sem hér hala verið nefnd. En aðaltilefni þess, að ég kem hér inn í umr. nú, er að flytja yfirlýsingu af hálfu ríkisstj. vegna þeirra ummæla, sem hér hafa fram komið ekki frá einum, heldur mörgum hv. alþm., um gildistöku l., en forsenda þess, að l. er ekki ætlað að taka gildi fyrr en 1. jan, n.k. ár, er fyrst og fremst sú, að sveitarfélögin og aðrir aðilar, sem undir þessum bótahækkunum eiga að standa, þurfa sinn aðlögunartíma og sérstaklega sveitarfélögin, sem að sjálfsögðu hafa ekki gert ráð fyrir þeim hækkunum, sem þeim er ætlað að bera, á þeim fjárhagsáætlunum, sem þau starfa eftir nú, og enn fremur var samning þessa frv. ekki það langt komin, að hægt væri að sjá, hversu mikið útgjöld ríkisins mundu aukast með tilkomu laganna og hvort fjárlagauppbót væri til fyrir þeim viðbótarhækkunum, sem frv. gerir ráð fyrir, að á herðar ríkissjóðs verði lagðar. Þetta taldi ég mig hafa tekið fram í minni framsöguræðu, en leyfi mér að minna á þetta nú. Sú yfirlýsing, sem ég gef hér af hálfu ríkisstj, nú, er svo hljóðandi, með leyfi hæstv. forseta:

Í gildandi lögum er trmrh., að fengnum till. tryggingaráðs, heimilt að hækka bætur almannatrygginga. Þessi heimild hefur ávallt verið notuð af núverandi ríkisstj., hafi verið um almennar kauphækkanir eða verðlagsbreytingar að ræða. Þetta mundi núverandi ríkisstj. að sjálfsögðu áfram gera. Eftir samþykkt frv. er það skylt, en ekki lengur heimilt, að hækka bætur samkvæmt kaupgjalds- og verðlagshækkunum frá næstu áramótum.