19.11.1970
Efri deild: 19. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 196 í C-deild Alþingistíðinda. (2566)

120. mál, almannatryggingar

Utanrrh. (Emil Jónsson) :

Herra forseti. Þetta frv. um breytingu á almannatryggingalögunum er nokkurs konar fylgifiskur með frv. um Innheimtustofnun sveitarfélaga, sem ég var að enda við að mæla fyrir og raunverulega er efni frv. aðeins það, að nú snúa tryggingarnar sér ekki til sveitarfélaganna, eins og áður var, um endurgreiðslu á útlögðu fé til Tryggingastofnunarinnar í þessu skyni, heldur til Innheimtustofnunar sveitarfélaganna, sem við vorum að ræða um og samþykkja til 2. umr. hér áðan. Það er eiginlega ekkert um þetta frekar að segja. Þetta er bein afleiðing af því, sem í hinu frv. er sagt og ákveðið.

Ég vil leyfa mér, herra forseti, að leggja til, að þessu frv. verði að umr. lokinni einnig vísað til 2. umr. og hv. heilbr.– og félmn.