02.04.1971
Sameinað þing: 40. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 100 í D-deild Alþingistíðinda. (3566)

190. mál, aðstaða æskufólks til framhaldsnáms

Sigurvin Einarsson:

Herra forseti. Eins og hv. frsm. allshn. tók fram, þá er efni þessarar till. að fela sveitarstjórnum í landinu að kanna það, hvort mikil brögð séu að því, að æskufólk sé án skólanáms eða menntunar, annaðhvort vegna þess, að skólar eru yfirfullir, fjárhagurinn hamli því, að þeir stundi nám, eða aðrar ástæður komi þar til. Hv. allshn. hefur nú mælt, að mér skilst, einróma með þessari till., og vil ég flytja henni þakkir fyrir afgreiðslu hennar á málinu.