30.03.1971
Sameinað þing: 38. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 114 í D-deild Alþingistíðinda. (3587)

215. mál, rannsóknir á hrognkelsastofninum fyrir Norðurlandi

Frsm. (Gísli Guðmundsson):

Herra forseti. Efni till., sem hér liggur fyrir á þskj. 372, er að fela ríkisstj. að láta gera fiskifræðilegar athuganir á stærð og lífsháttum hrognkelsastofnsins fyrir Norðurlandi og möguleikum til að gera grásleppu að söluvöru og grásleppuhrogn að sem verðmætastri útflutningsvöru. N. hafa borizt umsagnir frá Hafrannsóknastofnuninni og Fiskifélagi Íslands, og eru þær umsagnir jákvæðar. Að þessum umsögnum athuguðum og eftir að hafa rætt málið, leggur n. til, að till. verði samþ., eins og hún liggur fyrir á þskj. 372. Það má geta þess, að á s.l. ári mun framleiðsla grásleppuhrogna hér á landi hafa verið á milli 12 og 13 þús. tunnur, og mikill meiri hluti grásleppunnar hefur veiðzt fyrir norðan land að meðtöldum Húnaflóa.