16.03.1971
Neðri deild: 62. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 257 í D-deild Alþingistíðinda. (3700)

16. mál, mengun frá álbræðslunni í Straumi

Forseti (MÁM):

Umr. í kvöld skiptist í tvær umferðir, 25–30 mín. á flokk í fyrri umferð, en 15–20 mín. í síðari umferð, eða samtals 45 mín. Röð flokkanna er þessi: Alþýðuflokkur, Alþýðubandalag, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Af hálfu Alþfl. tala Benedikt Gröndal og Sigurður Ingimundarson, af hálfu Alþb. tala Magnús Kjartansson og Lúðvík Jósefsson, af hálfu SF talar Haraldur Henrýsson, af hálfu Framsfl. tala Jón Skaftason, Eysteinn Jónsson og Þórarinn Þórarinsson, af hálfu Sjálfstfl. tala Pétur Sigurðsson og Jóhann Hafstein.