17.11.1970
Sameinað þing: 10. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 598 í D-deild Alþingistíðinda. (4270)

325. mál, fjárhagsaðstoð ríkisins við íþróttastarfsemina í landinu

Menntmrh. (Gylfi Þ. Gíslason):

Herra forseti. Umræddri till. var vísað til ríkisstj. 29. apríl s.l. og menntmrn. skýrt frá því í bréfi frá Alþ. 6. maí. Hinn 21. maí skrifaði rn. forseta Íþróttasambands Íslands, formanni Ungmennafélags Íslands og íþróttafulltrúa ríkisins svofellt bréf, með leyfi hæstv. forseta:

„Á síðasta Alþ. var borin fram í Sþ. till. á þskj. 67 til þál. um áætlunargerð vegna fjárhagsaðstoðar ríkisins við íþróttastarfsemina í landinu. Samkv. till. fjvn. á þskj. 728 var till. þessari vísað til ríkisstj. með ummælum um, að forseta ÍSÍ, formanni UMFÍ og íþróttafulltrúa ríkisins verði falið að gera umrædda fjárhagsáætlun til eins árs. Skulu þessir aðilar leggja áætlun sína fyrir fjvn. við afgreiðslu fjárlagafrv. fyrir árið 1971. Með tilvísun til framanritaðs er þess hér með beiðzt, að forseti ÍSÍ, formaður UMFÍ og íþróttafulltrúi ríkisins geri framangreinda fjárhagsáætlun sem allra fyrst og. eigi síðar en svo, að fjvn. Alþ. geti fengið áætlunina í hendur í byrjun næsta Alþ. og sé menntmrn. sent samrit áætlunarinnar.“

Þessi áætlun barst menntmrn. 10. þ.m. og var þegar í stað send fjvn. Hér er um að ræða heila bók. Hún er þegar komin í hendur fjvn., en þeir þm. aðrir, sem kunna að hafa áhuga á að kynna sér það mál, sem hér er um að ræða, geta átt aðgang að eintaki af þessari álitsgerð í menntmrn.