11.12.1970
Neðri deild: 29. fundur, 91. löggjafarþing.
Sjá dálk 852 í B-deild Alþingistíðinda. (833)

121. mál, afstaða foreldra óskilgetinna barna

Utanrrh. (Emil Jónsson):

Herra forseti. Þetta litla frv. ásamt frv, um almannatryggingar, eða breyting á þeim lögum, eru fylgifiskar við frv. um Innheimtustofnun sveitarfélaga, sem var lagt hér fram í dag, og þessi tvö frv. fjalla eingöngu um formbreytingar á þessum tvennum lögum, lögum um almannatryggingar og um afstöðu foreldra til óskilgetinna barna. Þessar breytingar á lögunum leiða af stofnsetningu Innheimtustofnunar sveitarfélaga og eru eingöngu til þess að færa lögin til samræmis við hina nýju tilhögun, þegar innheimtustofnunin er tekin til starfa, og er ekkert nýtt annað í frv.

Ég vil þess vegna leyfa mér, herra forseti, að leggja til, að frv. verði að lokinni þessari umr. vísað til heilbr.- og félmn.