09.02.1972
Neðri deild: 39. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1955 í B-deild Alþingistíðinda. (2043)

59. mál, sala Fjósa í Laxárdalshreppi

Frsm. (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Efni þessa frv. er að heimila ríkisstj. að selja Laxárdalshreppi í Dalasýslu jörðina Fjós í sama hreppi. Tilefni þessarar jarðarsölu er, að kauptúnið Búðardalur hefur vaxið í landi þessarar jarðar. Þar sem það er blómlegur og vaxandi byggðakjarni, er nauðsynlegt talið, að hreppurinn eignist landið.

Landbn. hefur kynnt sér gögn málsins og mælir einróma með samþykkt frv.