17.11.1971
Neðri deild: 14. fundur, 92. löggjafarþing.
Sjá dálk 1233 í B-deild Alþingistíðinda. (734)

74. mál, bann við losun hættulegra efna í sjó

Stefán Gunnlangsson:

Herra forseti. Ég fagna því, að frv. til I. um hann við losun hættulegra efna í sjó skuli hér lagt fram á hinu háa Alþ. og að samkomulag virðist hafa náðst um sameiginlegar aðgerðir ríkja, sem liggja að Norðaustur-Atlantshafi, sem talið er, að muni stuðla að því að fyrirbyggja mengun sjávar. Ég hygg, að erfitt sé að meta réttilega, hversu mikill ógnvaldur hugsanleg mengun frá ýmiss konar efnum og efnasamböndum í úrgangi frá verksmiðjum nú til dags geti verið öllu sjávarlífi og jafnvel heilsu manna. Alla vega getur hér verið um að ræða mikla og alvarlega ógnun, sem nauðsynlegt er að vera vel á varðbergi gagnvart. Löggjöf í anda þess frv., sem hér liggur fyrir, er því nauðsynleg til þess að mæta þessum vanda.

Í aths. með frv. kemur fram, að á ráðstefnu, sem haldin var í Osló 19.–22. okt. 1971 og hæstv. ráðh. minntist hér á í sinni ræðu áðan og fjallaði um þessi mál, og þar voru mættir fulltrúar frá Belgíu, Bretlandi, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Vestur-Þýzkalandi, Íslandi, Hollandi, Noregi, Portúgal, Spáni og Svíþjóð, kom það fram. að þar hafi verið gengið frá uppkasti að alþjóðasamþykkt, sem feli í sér miklar takmarkanir og eftirlit með losun úrgangsefna í sjó úr skipum og flugvélum og nái til alls þess svæðis, sem Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðisamþykktin tekur til. Það er vel, að slík alþjóðasamþykkt verður væntanlega gerð, en í því samhandi skiptir að sjálfsögðu höfuðmáli, hvernig eftirliti verður háttað og það tryggt, að eftir væntanlegri alþjóðasamþykkt verði farið. Það væri vissulega fróðlegt að fá upplýsingar um það, hvernig fyrirhugað sé að tryggja af hálfu opinherra aðila, að svo verði gert, ef hæstv. ráðh. gæti á þessu stigi málsins eitthvað um það sagt.