07.02.1973
Neðri deild: 48. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1835 í B-deild Alþingistíðinda. (1450)

151. mál, neyðarráðstafanir vegna jarðelda á Heimaey

Bjarni Guðnason:

Herra forseti. Að fenginni þessari skýringu hv. þm. Eysteins Jónssonar og formanns n. og þeirri ósk, að hann fer fram á það, að ég dragi brtt. til baka, þá þykir mér það auðvitað sjálfsagt, því að meginatriðið er, að það sé full samstaða um þessi mál. Þetta átti aðeins að vera ósk frá minni hálfu, að við stæðum betur að vígi við næsta meiri háttar áfall, svo að ég dreg brtt. til baka.