07.02.1973
Neðri deild: 48. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1835 í B-deild Alþingistíðinda. (1451)

151. mál, neyðarráðstafanir vegna jarðelda á Heimaey

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Ég vil aðeins leyfa mér að þakka þn. þeirri, sem samið hefur þetta frv. og flytur það, fyrir skjót og góð vinnubrögð. Ég fagna því heils hugar, að fullt samkomulag hefur orðið í n. og þar með tryggt samkomulag allra flokka þingsins. Ég lít svo á, að samstaðan sé aðalatriðið, og ég skoða það svo, að með þeirri samstöðu sé staðfest samábyrgð þjóðarinnar allrar á því tjóni, sem verða kann vegna áfallsins í Vestmannaeyjum. Það má því ganga út frá því sem gefnu, að það frv., sem hér liggur fyrir, verði samþ. shlj. af öllum þm. Það er sannfæring mín, að sú afgreiðsla verði Alþ. til mikillar sæmdar, bæði í nútíð og framtíð.