27.02.1973
Sameinað þing: 50. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 2136 í B-deild Alþingistíðinda. (1671)

119. mál, sjónvarp

Fyrirspyrjandi (Eysteinn Jónsson) :

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðh. fyrir svör hans, og mun ég íhuga þau ásamt öðrum, sem um þessi mál fjalla. Augljóst er af þessu, að æðimikið skortir á, að sjónvarpið sé alls staðar komið til. En að því verður að keppa, að svo verði sem allra fyrst. Væri afar æskilegt, að hæstv. ráðh. treysti sér til að beita sér fyrir áætlunargerð um það efni, þannig að menn gætu fengið að vita, hvenær þeir eiga von á úrbótum. En það er mjög slæmt að vera sjónvarpslaus, það veit ég, að hv. alþm. og aðrir skilja.