11.04.1973
Efri deild: 89. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3319 í B-deild Alþingistíðinda. (2808)

244. mál, alþjóðasamningur um varnir gegn mengun hafsins

Utanrrh. (Einar Ágústsson) :

Herra forseti. Ríkisstj, hefur ákveðið að leggja fyrir Alþ. frv. til l. um heimild til að staðfesta fyrir Íslands hönd alþjóðasamning, sem gerður var 29. des. 1972, um varnir gegn mengun hafsins vegna losunar úrgangsefna og annarra efna í hafið. Samningur þessi tekur til allra hafsvæða jarðar utan landhelgisgrunnlína og á m.a. rætur sínar að rekja til mengunarráðstefnu, sem haldin var í Reykjavík 10.—15. apríl 1972. En nú þykir rétt að sýna hug Íslendinga til baráttunnar gegn mengun hafsins með því að fá heimild til staðfestingar samningsins.

Að öðru leyti skal ég láta nægja að vísa til athugasemda á þskj. 618 svo og samningsins, sem þar er prentaður í heild sinni. Þetta frv. er allt of seint fram komið, það skal ég viðurkenna, og ég fer fram á það með hálfum huga, við hv. n., að hún hraði afgreiðslu frv., til þess að þetta mál megi ná fram að ganga fyrir þinglok. Hér er ekki um ágreiningsmál að ræða og að ég hygg vel undirbúið frv.

Ég legg til, herra forseti, að, að lokinni 1. umr. verði málinu vísað til 2. umr. og hv. allshn.