16.04.1973
Neðri deild: 91. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 3609 í B-deild Alþingistíðinda. (3241)

231. mál, Fiskveiðasjóður Íslands

Frsm. meiri hl. (Garðar Sigurðsson):

Herra forseti. Sjútvn. hv. d. hefur rætt þetta mál á fundum sínum, en ekki orðið sammála um, hvernig það skyldi afgreiða. Meiri hl. n., þar sem eru Garðar Sigurðsson, Jón Skaftason, Björn Pálsson og Karvel Pálmason, leggur til, að frv. verði samþ., en minni hl., Guðlaugur Gíslason og Pétur Sigurðsson, hefur skilað séráliti, sem frsm. minni hl. mun væntanlega gera grein fyrir hér á eftir. Stefán Gunnlaugsson var fjarverandi við afgreiðslu málsins.