21.11.1972
Sameinað þing: 18. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 805 í B-deild Alþingistíðinda. (536)

279. mál, laxarækt í Laxá

Fyrirspyrjandi (Bragi Sigurjónsson):

Herra forseti. Í sambandi við Laxárdeiluna svonefndu héldu veiðibændur nyrðra mjög á lofti þeirri röksemd, að ekki mætti raska lífkerfi Laxár og Mývatns með stíflugerðum, hvað þá vatnaflutningum. Ýmsir einlægir náttúruverndarmenn tóku miklu ástfóstri við þessar röksemdir, og ríkisvaldið tók einnig mikið tillit til þeirra.

Nýlega sátum við alþm. undir fjálgum lestri um vistfræði og hve vistfræðileg röskun gæti haft hættulegar afleiðingar í för með sér fyrir náttúru landa og búsetu manna. Nú er vitað mál. að veiðibændur við Laxá og Mývatn hafa sleppt tugþúsundum laxaseiða í Laxá ofan Brúa og hyggjast hefja þar umfangsmikla laxarækt, strax og Laxárvirkjun hefur orðið að byggja fyrir þá laxaleið upp fyrirfossana. í Efri-Laxá og Mývatni hefur frá landnámstíð aldrei lax verið, svo að ýmsir spyrja, sem þó hafa áhuga á fiskrækt í ám og vötnum: Er ekki hér verið að raska lífkerfi efri hluta Laxár, valda vistfræðilegrí röskun, sem enginn kann að segja fyrir, hvert leiðir? Því hef ég leyft mér að bera fram við hæstv. menntmrh. eftirf. spurningar:

„a. Telur menntmrh. ekkert við það að athuga frá náttúruverndar- og vistfræðilegu sjónarmiði, að stofnað verði til laxaræktar í Laxá í Suður- Þing. ofan Brúafossa og í Mývatni, þar sem aldrei hefur lax komið fyrr frá upphafi Íslandsbyggðar?

b. Hefur rn. í hyggju að banna slíka líffræði- og vistfræðilega röskun, eða aflað sér heimildar til slíks banns, hafi það ekki þá heimild?