05.12.1972
Sameinað þing: 25. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1007 í B-deild Alþingistíðinda. (701)

62. mál, bankamál

Fyrirspyrjandi (Bjarni Guðnason):

Herra forseti. Ég hef lagt fram á þskj. 66 fjórar fsp. til viðskrh. eða bankamálaráðh. um bankamál. Þessar spurningar segja sjálfar sína sögu, þannig að ég fer ekki að rekja neina forsögu þessara spurninga á einn eða annan hátt, en les þær hér upp, með leyfi hæstv. forseta:

„1. Hvaða sjónarmið voru höfð í huga við val manna í n. þá, sem skipuð var s.l. sumar til að endurskoða bankakerfið?

2. Hversu marga fundi hefur n. haldið? Hvernig miðar starfi hennar? Hvenær má gera ráð fyrir, að hún ljúki störfum?

3. Hyggst ráðh. beita sér fyrir því, að starfsfólk ríkisbankanna fái aðild að bankaráðum, þegar kosið verður í þau á yfirstandandi Alþ?

4. Hyggst ráðh. beita sér fyrir því, að bankastjórastöður verði auglýstar lausar til umsóknar?"

Er næsta forvitnilegt að vita, hverju bankamálaráðh. svarar.