13.12.1972
Efri deild: 23. fundur, 93. löggjafarþing.
Sjá dálk 1128 í B-deild Alþingistíðinda. (854)

14. mál, fiskeldi í sjó

Bjarni Guðbjörnsson:

Herra forseti. Sjútvn. Nd. hefur athugað frv. það, sem hér liggur fyrir, á nokkrum fundum sínum og orðið sammála um afgreiðslu þess. Ég vil geta þess í upphafi, að 2 nm., sem voru fjarverandi, þeir Steingrímur Hermannsson og Ásgeir Pétursson, hafa báðir lýst samþykki við nál., sem hér liggur fyrir. En n. hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að hún leggur til, að frv. verði vísað til ríkisstj. Á síðasta þingi var samhljóða frv. lagt fram, en náði þá ekki afgreiðslu. Frv. var nú endurflutt, og sjútvn. sendi það til umsagnar Búnaðarfélagi Íslands, Félagi áhugamanna um fiskrækt, Fiskifélagi Íslands, Hafrannsóknastofnuninni, veiðimálanefnd og veiðimálastjóra. Umsagnir bárust frá öllum þessum aðilum. Enginn þessara aðila leggur til, að frv. verði samþ. óbreytt, a.m.k. 2 vildu samþ. það með verulegum breyt., en aðrir vildu láta fresta því.

Sjútvn. leggur sem sagt til, að frv. verði vísað til ríkisstj., og vill, að til athugunar á málinu verði skipuð n., þar sem verði fulltrúar bæði frá landbúnaði og sjávarútvegi.