19.12.1973
Neðri deild: 48. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1662 í B-deild Alþingistíðinda. (1513)

145. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm. (Hannibal Valdimarsson):

Herra forseti. Frv., sem hér er til umr., er stjfrv. Það var lagt fram í hv. Ed. og hlaut þar afgreiðslu á þann veg, að það voru gerðar á því tvær breytingar, sem algert samkomulag varð um í d. Félmn. hefur fjallað um málið, eftir að það kom til hv. Nd., og orðið sammála um að mæla með frv. óbreyttu, eins og það kom frá Ed., með þeim breytingum, sem þar voru á því gerðar. Einn nm, var fjarverandi við afgreiðslu málsins, Stefán Valgeirsson, hv. 3. þm. Norðurl. e., en viðstaddir nm. voru allir sam nála um afgreiðslu málsins. Það er sem sé till. hv. félmn., að málið verði samþykkt óbreytt, eins og það kom frá Ed.