05.02.1974
Sameinað þing: 50. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 1997 í B-deild Alþingistíðinda. (1802)

193. mál, eignaraðild útvegsmanna að fiskiskipaflotanum

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Ég ætla ekki að blanda mér í þessar umr., en ég held, að það sé rétt hjá hæstv. sjútvrh., að hún sé með ólíkindum, seinni spurningin, sem fram er borin af hv. 3. landsk. þm. En aðalerindi mitt í ræðustól var að óska hæstv. ráðh. til hamingju með ráðgjafa í sjávarútvegsmálum, þegar hann er búinn að hugsa sig um, hvaða leiðir á að fara. Til hamingju, sjútvrh.