19.02.1974
Sameinað þing: 57. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 2268 í B-deild Alþingistíðinda. (2033)

410. mál, starfsemi Viðlagasjóðs

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Svar við 1. lið:

Miðað við síðustu áramót hafa tekjur Viðlagasjóðs orðið þessar:

a) Viðlagagjald af útsvari og aðstöðugjöldum, innheimt af sveitarfélögum, 177.280.000 kr.

b) Viðlagagjald af eignarskatti 50 millj.

c) Viðlagagjald af söluskatti 759.985.210 kr.

d) Framlag ríkissjóðs 90 millj.

e) Framlag Atvinnuleysistryggingasj. 80 millj.

f) Gjafir Norðurlandaráðs 1.181.011.500 kr.

g) Aðrar gjafir 179.599.412, kr.

Samtals 2.517.882.131.40 kr.

Svar við 2. lið:

Miðað við sama tíma hafa útgjöld sjóðsins verið sem hér segir:

Húsakaup 1.432.568.081 kr.

Vélakaup 77.800.071 kr.

Lán 403.651.307.50 kr.

Rekstur skiptist í ýmsa undirliði, en ég mun ekki fara að lesa þá undirliði, það eru björgun og varnir, hreinsun gosefna í kaupstaðnum, flutningar, ýmis þjónustustarfsemi, eins og lögregla, póstur og sími, tryggingar, matskostnaður o.fl., en samtals eru þessi útgjöld 754.626.928 kr.

Vaxtakostnaður er 37.147.761 kr., og bætur greiddar 596.796.886.30 kr.

Útgjöld samtals 3.302.591.035.60 kr.

Mismunurinn, 784.708.904.20 kr., hefur verið tekinn að láni hjá Seðlabanka Íslands.

Svar við 3. lið:

Í dag getur enginn fullyrt með vissu, hver útgjöld Viðlagasjóðs verða. Stærstu útgjaldaliðirnir, sem enn eru óvissir, eru bætur til Vestmannaeyjakaupstaðar, viðgerðir uppistandandi húsa og hugsanlegar rekstrarbætur til fyrirtækja. Auk þessa er að sjálfsögðu óvíst, hvort sjóðnum tekst að selja eignir sínar affallalaust, svo sem vélar og Viðlagasjóðshús, og auk þess veit enginn, hversu ört húsin kunna að seljast. Jafnvel þótt svo vel takist til, að fullt verð fáist fyrir eignir sjóðsins, tekur mörg ár að losa úr þeim fjármagn, sem gæti gengið til greiðslu á skuldbindingum sjóðsins.

Spurningin um fjármagnsþörf Viðlagasjóðs er því tviþætt: Upphaflega þarf sjóðurinn að geta greitt bætur, þegar þær skuldbindingar falla, og í öðru lagi að eiga fyrir skuldum við endanlegt uppgjör sjóðsins.

Til þess að gera sér grein fyrir þessum atriðum hefur stjórn Viðlagasjóðs og bankastjórn Seðlabankans látið gera greiðsluáætlun fyrir sjóðinn árið 1974 og 1975. Miðað við þær áætlanir, er það mat stjórnar Viðlagasjóðs, að núverandi tekjustofnar nægi ekki til þess að ljúka því verkefni, sem sjóðnum er ætlað. Stjórn sjóðsins hefur því sent beiðni um framlengingu á 2% viðlagagjaldi af söluskatti til ágústloka 1974. Skrifaði ég þingflokkunum bréf þar um fyrir nokkru, eða 24. jan. s.l., þar sem ég óskaði eftir, að þingflokkar nefndu mann í n. til að athuga málin, og lagði til í samræmi við meðferð málsins í fyrra, að frv. yrði flutt af þm. úr öllum flokkum. Fylgdi grg. stjórnar Viðlagasjóðs með beiðninni. Ég vænti þess, að innan skamms geti það legið fyrir, að samkomulag geti legið fyrir um það meðal þingflokkanna, að frv. verði flutt um þann tekjur stofn, sem álitið er, að muni duga Viðlagasjóði á næstunni. Þá geri ég ráð fyrir, að þessi mál geti öll skýrst nánar. Mér er ljóst, að það er erfitt að gera sér grein fyrir þessu eftir lestri talna, sem ég hef lesið upp en hv. fyrirspyrjandi getur fengið þetta skriflegt hjá mér.