29.03.1974
Efri deild: 95. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 3247 í B-deild Alþingistíðinda. (2942)

115. mál, heimilishjálp í viðlögum

Frsm. (Helgi F. Seljan):

Herra forseti. Félmn. hefur haft til meðferðar Frv. til l. um breyt. á lögum um heimilishjálp í viðlögum. Í þessu frv. felst það, að inn í 1. gr. laganna er því bætt, að heimilt sé að starfrækja heimilishjálp vegna veikinda barna eða fullorðinna, ef þeir, sem veita heimilinu forstöðu, eru bundnir af atvinnu utan heimilisins, og skal nánar eftir fara í reglugerð.

Þetta frv. mun hafa verið flutt í Nd. alveg sérstaklega samkv. ósk Félags einstæðra foreldra þar um, þar sem lagaheimild til þessarar heimilishjálpar þótti skorta, þannig að þessir aðilar gætu sótt sinn rétt til bæði bæjarfélaga og ríkis.

Félmn. er einróma samþykk frv. og leggur til, að það verði samþykkt, en fjarverandi afgreiðslu voru hv. þm. Páll Þorsteinsson, Steingrímur Hermannsson ok Þorvaldur Garðar Kristjánsson.