03.05.1974
Efri deild: 116. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 4140 í B-deild Alþingistíðinda. (3741)

308. mál, Sölustofnun lagmetisiðnaðarins

Frsm. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Mér þótti leitt, að hv. 5. þm. Reykn. hefur ekki fengið svör við sínum spurningum. Ég verð að viðurkenna, að þetta fór fram hjá mér og ég hygg öðrum í n. Þessum spurningum mun hafa verið beint til hæstv. iðnrh. við framsöguræðu hans. En ég skal gera mitt til þess að fá svör við þessu á milli 2. og 3. umr.

Þá vil ég taka það fram, eins og kom fram hjá síðasta hv. ræðumanni, að ég get fallist á þá brtt., sem hv. þm. Ragnar Arnalds hefur flutt. Ég tel, að hún tryggi sama endanlegt markmið sem víð höfðum í huga með brtt. okkar.