14.11.1973
Neðri deild: 21. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 651 í B-deild Alþingistíðinda. (531)

97. mál, bann gegn veiðum með botnvörpu og flotvörpu

Forsrh. (Ólafur Jóhannesson) :

Herra forseti. Það er í lögum um þessi efni ekki talað um flugvélar yfirleitt, en samkv. dómapraksis hefur verið talið jafngilt, að ég ætla, ef flugvél hefur sannreynt, að skip hefur reynst brotlegt gegn l. um bann við botnvörpuveiðar. Það er enginn efi í mínum huga, að eftir sem áður og e. t. v. í ríkara mæli en áður verða flugvélar notaðar við þetta eftirlit.