21.11.1973
Neðri deild: 26. fundur, 94. löggjafarþing.
Sjá dálk 797 í B-deild Alþingistíðinda. (662)

73. mál, almenn hegningarlög

Guðlaugur Gíslason:

Herra forseti. Ég ætla ekki að ræða efni þess frv., sem hér liggur fyrir, en mig langaði í sambandi við fyrirhugaða breytingu á almennum hegningarl. að beina fsp. til hæstv. forsrh., en það er í sambandi við, hvort ekki þurfi enn frekar að endurskoða hegningarl. að því er varðar sölu og dreifingu eiturlyfja. Ég verð að viðurkenna, að ég er ekki það fróður um hegningarl, að ég muni, hver þau viðurlög eru, en mér hefur skilist af skrifum, sem um þetta hafa orðið, að það þyrfti án efa frekari endurskoðunar við en gerð hefur verið, ef menn gerast brotlegir að þessu leyti. Ég hygg, að þm. almennt séu um það sammála, að þetta sé kannske eitt hið alvarlegasta brot á hegningarl. eða eitt af þeim alvarlegustu, sem hægt er að fremja. Þess vegna vil ég leyfa mér að spyrjast fyrir um það hjá hæstv. forsrh., hvort hann teldi ekki, að frekari breytingar þyrftu að verða á þeim l. en nú eru.