22.08.1974
Efri deild: 5. fundur, 95. löggjafarþing.
Sjá dálk 70 í B-deild Alþingistíðinda. (80)

2. mál, viðnám gegn verðbólgu

Frsm. (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. Hæstv. forsrh. gerði grein fyrir máli þessu við 1. umr. í gær, og við þan orð, er hann flutti hér, er af minni hálfu engu að bæta. Nefndin hefur orðið sammála um að leggja til. að frv. verði samþykkt eins og frá því var gengið í Nd., en fjarverandi afgreiðslu málsins voru Ragnar Arnalds og Jón Árm. Héðinsson.

Ég vil því leggja til, að frv. þetta verði samþykkt.