22.08.1974
Efri deild: 6. fundur, 95. löggjafarþing.
Sjá dálk 75 í B-deild Alþingistíðinda. (87)

3. mál, happdrættislán ríkissjóðs til að fullgera Djúpveg

Frsm. (Geir Hallgrímsson):

Herra forseti. Það er svo nýlega búið að gera grein fyrir þessu máli hér í deildinni, að af minni hálfu er óþarft að fara mörgum orðum um það. Hér er nánast um að ræða frv. til leiðréttingar á lögum, sem afgr. voru á síðasta Alþingi, en komst ekki til framkvæmda vegna mistaka í dagsetningum.

Meiri hl. n., eins og fram kemur á nál. á þskj. 14, leggur til, að frv. þetta verði samþykkt. Einn nm., er sátu fundinn, hefur fyrirvara um afgreiðslu málsins og annar er andvígur frv. Ég tel mig geta sagt, að báðir þessir nm. eru hliðhollir og meðmæltir framkvæmdinni sjálfri, en hafa sina fyrirvara og skoðanir um, hvernig staðið er að fjáröflun til framkvæmdarinnar sjálfrar.

Ég vil svo geta þess, eins og fram kemur í nál. á þskj. 14, að Jón Árm. Héðinsson og Ragnar Arnalds voru fjarverandi afgreiðslu málsins, en vil leggja til, herra forseti, að frv. verði samþykkt.