30.04.1975
Neðri deild: 77. fundur, 96. löggjafarþing.
Sjá dálk 3472 í B-deild Alþingistíðinda. (2583)

81. mál, innflutningur og eldi sauðnauta

Frsm. (Stefán Valgeirsson) :

Virðulegi forseti. Landbn. Nd. flutti frv. þetta á síðasta Alþ. og flytur það aftur nú og það gert að beiðni stjórnar Búnaðarfélags Íslands. Þetta frv. er í heimildarformi, N. hefur fjallað um þetta mál og meiri hl. hennar mælir með því að frv. verði samþ. með svofelldri breytingu:

„Við 6. gr. Niðurlag gr. orðist svo: sem samþykktir eru af landbrh., Náttúruverndarráði og yfirdýralækni.“

Það, sem felst í þessari breyt., er að Náttúruverndarráði er skotið þarna inn í og er það gert að beiðni eða ábendingu Náttúruverndarráðs. Hv. þm. Eðvarð Sigurðsson og Bragi Sigurjónsson tóku ekki afstöðu til málsins. Friðjón Þórðarson ritaði undir nál. með fyrirvara, en aðrir nm. voru meðmæltir þessari breytingu.