12.02.1976
Neðri deild: 57. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1881 í B-deild Alþingistíðinda. (1547)

151. mál, gjald af gas- og brennsluolíum

Þórarinn Þórarinsson:

Herra forseti. Vegna vissra mistaka var þetta mál ekki rætt í þingflokki Framsfl. áður en það var lagt fram, eins og venja er um tekjuöflunarmál. Ég vil taka það fram, að ekki er sök fjmrh. að þannig hefur farið, en af þessum ástæðum hefur þetta mál ekki verið rætt í flokknum og afstaða tekin til þess þar.

Hins vegar hafa allmiklar umr. farið fram í flokknum um frv. um skylt efni sem liggur fyrir hv. Ed. og fjallar um ráðstafanir til að draga úr áhrifum olíuverðhækkana á hitunarkostnað íbúða o. fl.

Ég lít þannig á, að það sé eðlilegt að þessi mál séu rædd í nokkru samhengi og þar komi þær skoðanir fram sem uppi hafa verið í þingflokknum í sambandi við þessi mál. Ég hygg að nú sé ákveðið að um það fari fram frekari viðræður á milli annars vegar formanna fjh.- og viðskn. og hins vegar hæstv. fjmrh., viðskrh. og orkumálarh. og það takist því að finna lausn á þessu máli í hv. Ed.

Með þessum fyrirvara, að þessi mál verði íbuguð sameiginlega í Ed., er ég því samþykkur að þetta frv. fái afgreiðslu hér í deildinni.