19.02.1976
Efri deild: 59. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 2030 í B-deild Alþingistíðinda. (1686)

168. mál, flugvallagjald

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Ég skal ekki fortaka að ég hafi minnst á þetta eða komið fram með það sjónarmið sem hv. þm. vék að áðan, að þetta kæmi til athugunar. En ég held að ég hafi áður í því sambandi lýst skoðunum mínum, að ég væri fremur andvigur mörkuðum tekjustofnum til handa ríkisframkvæmdum. Ég hef látið það koma fram oftar en einu sinni, enda þótt ég hafi ekki neitað því, að það sjónarmið, sem hér hefur komið fram, sé fullkomlega til athugunar. Ég hef sjálfur, eins og ég sagði áðan, þá skoðun að markaðir tekjustofnar séu ekki hið æskilega í sambandi við fjármögnun í ríkisframkvæmdum.