07.04.1976
Sameinað þing: 77. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 3071 í B-deild Alþingistíðinda. (2518)

Skýrsla iðnaðarráðherra um Kröfluvirkjun

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Ræðu hv. 1. landsk, þm., Braga Sigurjónssonar verður svarað síðar og þeim fjölda rangra fullyrðinga sem hann hefur bar viðhaft. En það er ein ástæða til að ég óskaði þess við hæstv. forseta Sr. að fá að skjóta hér inn athugasemd, og það vegna ósanninda sem hv. þm. bar fram í lok ræðu sinnar um að þrír fulltrúar bæjarstjórnar Akureyrar hefðu komið 1. apríl að norðan til þess að fá samtal við mig, en ekki fengið neitt viðtal. Svo er mál með vexti að miðvikudaginn 1. apríl hafði ég viðtalstíma að venju, eins og aðrir ráðh. Akureyringarnir þrír munu hafa hugsað sér að koma í þann viðtalstíma, en það mun hafa seinkað flugi. Þeir voru ekki komnir þegar viðtölum var lokið og ég á leið hingað niður í Alþ. til þess að flytja framsöguræðu um eitt mál, stjórnarfrv. Þeir gerðu ekki vart við sig frekar og óskuðu ekki eftir samtali hér niðri í Alþ. eða annars staðar svo að þessi ummæli eru tilhæfulaus með öllu. Það er tilhæfulaust með öllu að þeir hafi óskað eftir samtali sem þeir hafi ekki fengið. Þessi ósannindi vil ég strax hrekja.

Hins vegar vegna blekkinga hv. þm. vil ég taka það fram, að ég hef undanfarna daga gert mér far um að leysa vandamál akureyringa varðandi jarðborun. M.a. sendi ég í gærmorgun skeyti til bæjarstjórans á Akureyri út af þessu máli þar sem tekið var fram að rn. hefði reynt að styðja framgang þessa máls eftir megni, eins og bæjarstjórn og hitaveitunefnd var kunnugt. Rn. hafði undanfarna daga lagt sig fram um að leysa þau vandamál sem upp hafa komið vegna borunar þriðju borholu og vinnur áfram að því að finna lausn til að þetta mikla hagsmunamál akureyringa og mikilvægar framkvæmdir fyrir þjóðina alla nái sem fyrst fram að ganga. Í framhaldi af þessu var í iðnrn. haldinn í morgun fundur með fulltrúum og sérfræðingum Akureyrar um hitaveitumál, orkumálastjóra, hitaveitustjóraaum í Reykjavík, fulltrúa iðnrn., til þess að reyna að greiða úr þessu máli. Að því er unnið eins og tök eru á, og ég held að hitaveitumálum akureyringa sé enginn greiði gerður með því að flytja ósannindi eins og þau sem hv. þm. leyfði sér að viðhafa hér.