05.11.1975
Efri deild: 11. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 397 í B-deild Alþingistíðinda. (254)

42. mál, söluskattur

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil fagna málflutningi hv. síðasta ræðumanns og frsm. þess frv. sem hér er til umr. við að fylgja því úr hlaði. Ég hlustaði með athygli þegar einn af flokksbræðrum hans og sessunautur minn hér í salnum sagði að það væri engum alls varnað, og ég vil taka undir það. Það er ekki oft sem úr þessari átt kemur sá skilningur að hagsmunir fólksins og hagsmunir verslunarinnar fari saman. Og ég fagna því að þessu frv. skuli vera vísað í n. þar sem ég á sæti. Ég mun sannarlega gera mitt hesta til þess að söluskattsmálið í heild verði athugað á þann hátt sem hann gat um hér úr ræðustól, og ítreka það að ég fagna því að Alþb.- menn skuli loksins vera farnir að skilja það að hagsmunir fólksins og hagsmunir verslunarinnar fara saman.