12.05.1976
Neðri deild: 107. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4126 í B-deild Alþingistíðinda. (3448)

182. mál, saltverksmiðja á Reykjanesi

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Hæstv. forseti. Saltvinnsla og sjóefnavinnsla á Reykjanesi hefur verið til athugunar um margra ára skeið. Það mun vera meira en áratugur sem rannsóknir hafa átt sér stað í því efni, og hafa þar einkum unnið að Rannsóknaráð ríkisins og ýmsar aðrar stofnanir og ráðgjafar. En aðalfrumkvöðull þessa máls og sá, sem mest og að staðaldri hefur unnið að þeim málum, er Baldur Líndal efnaverkfræðingur. Rannsóknum er komið það langt að rétt þykir nú að leggja til að stofnað verði hlutafélag er hafi það markmið að kanna aðstæður til að reisa og reka saltverksmiðju og reisa í því sambandi tilraunaverksmiðju.

Með þessu frv. er gert ráð fyrir að ríkisstj. beiti sér fyrir stofnun slíks hlutafélags og til samvinnu um stofnun eða starfrækslu þess félags skuli ríkisstj. heimilt að kveðja innlenda aðila sem áhuga hafa á málinu. Með þessu frv. er því ekki slegið föstu að í þessa verksmiðju skuli ráðist, en hér er lokastig tilrauna og undirbúnings og óhætt að segja að rannsóknir og áætlanir benda mjög til þess að hér gæti verið um álitlega vinnslu að ræða.

Frv. þetta var lagt fyrir hv. Ed. og samþ. þar einróma. Ég vil, án þess að fara frekar út í aðdraganda þessa máls, vísa til þeirrar grg. sem því