18.05.1976
Sameinað þing: 92. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4518 í B-deild Alþingistíðinda. (4074)

18. mál, sveitavegir á Austurlandi

Frsm. (Sverrir Hermannsson):

Herra forseti. Atvmn. Sþ. hefur haft til athugunar till. til þál. á þskj. 21 um úttekt á kostnaði við sveitavegi á Austurlandi sem hv. þm. Helgi Seljan flytur. N. varð ekki sammála um að mæla með samþykkt þessarar till. eins og hún hljóðar. En n. leggur til að till. þessari verði vísað til ríkisstj. um leið og n. Leggur mikla áherslu á nauðsyn þess að vetrarsamgöngur séu bættar í snjóþyngstu héruðum landsins. Það réð m.a. afstöðu n. að hún taldi sér ekki fært að mæla með samþykkt slíkrar till. fyrir Austurlandið eitt eða sveitahéruð á Austurlandi þar sem mjög viða háttaði alveg eins til í þessum efnum. Þess vegna er það að n. með þessum formálsorðum leggur til að þáltill. verði vísað til ríkisstj. — Fjarstaddir afgreiðslu málsins voru hv. þm. Guðmundur H. Garðarsson, Gils Guðmundsson og Karvel Pálmason.