18.05.1976
Sameinað þing: 92. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 4520 í B-deild Alþingistíðinda. (4080)

221. mál, graskögglaverksmiðjur

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Atvmn. fékk til meðferðar till. um graskögglaverksmiðjur, 121. mál. N. mælir með samþykkt till. með nokkurri hreytingu, þannig að tillgr. orðist svo:

„Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að hlutast til um það að hraðað verði svo sem unnt er byggingu graskögglaverksmiðja þeirra sem landbrh. samþykkti með bréfi 2. júní 1972 að byggðar yrðu á vegum ríkisins á Hólminum í Skagafirði og Saltvík í Suður-Þingeyjarsýslu. Sérstök áhersla verði lögð á nýtingu innlendrar orku við framleiðsluna.“

Fjarstaddir afgreiðslu málsins voru þrír þm., en undir þetta nál. skrifa Páll Pétursson, Jón G. Sólnes, Sverrir Hermannsson og Steingrímur Hermannsson.