11.12.1975
Efri deild: 23. fundur, 97. löggjafarþing.
Sjá dálk 1123 í B-deild Alþingistíðinda. (787)

57. mál, eignarnámsheimild Ness í Norðfirði

Frsm. (Helgi F. Seljan) :

Herra forseti. Félmn. hefur athugað frv. til l. um eignarnámsheimild fyrir Neskaupstað á hluta jarðarinnar Ness í Norðfirði með hjáleigunum Bakka og Naustahvammi. Frv. er flutt af þm. Austurlands í Nd. að beiðni bæjarstjórnarinnar í Neskaupstað. Bærinn hefur leitað eftir kaupum á þessu landi, en samningar ekki tekist, enda er hér um marga aðila að ræða sem erft hafa litla landskika úr jörðinni Nesi sem er að 9/10 hlutum í eign bæjarins nú þegar. Þess má geta að allt landið er innan kaupstaðarmarkanna og byggð komin löngu þar inn eftir sem hjáleigurnar áður voru.

Félmn. mælir eindregið með samþ. frv., en fjarverandi afgreiðslu málsins var Steingrímur Hermannsson.