22.04.1977
Neðri deild: 69. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 3501 í B-deild Alþingistíðinda. (2456)

129. mál, járnblendiverksmiðja í Hvalfirði

Jóhann Hafstein:

Ég vildi aðeins, þar sem ég hef verið lasinn meðan á umr. um málið stóð, láta þó liggja fyrir, svo að það sé enginn tvískinningur um það, að ég er algerlega á móti 2. gr. þessa frv., þ. e. a. s. eignaraðildinni, að lögfesta það að íslenska ríkið skuli eiga meiri hl. Ég tel að slíkt verði að fara eftir atvikum hverju sinni og eigi alls ekki við nú, í jafn­miklum skuldum eins og íslenska ríkið er. Ég sit hjá við atkvgr. um frv. í heild.