03.05.1977
Efri deild: 87. fundur, 98. löggjafarþing.
Sjá dálk 4262 í B-deild Alþingistíðinda. (3311)

129. mál, járnblendiverksmiðja í Hvalfirði

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hér hef­ur verið lögð fram brtt. frá Ragnari Arnalds og Stefáni Jónssyni um að aftan við frv. bætist ákvæði til bráðabirgða, svo hljóðandi:

„Áður en lög þessi koma til framkvæmda skal íbúum Akraness, Borgarfjarðarsýslu og Kjósar-og Kjalarneshreppa í Kjósarsýslu gefinn kostur á að taka afstöðu til byggingar járnblendiverk­smiðju í Hvalfirði. Þátttaka í atkvgr. er bundin við þá, sem kosningarrétt hafa til Alþingis. Verði niðurstaðan sú, að meiri hl. þeirra, sem taka þátt í atkvgr., hafnar byggingu verksmiðjunnar koma lög þessi ekki til framkvæmda.“

Till. þessi er bæði of seint fram komin og auk þess skrifleg og þarf því að leita tvöfaldra afbrigða.