07.11.1977
Efri deild: 12. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 453 í B-deild Alþingistíðinda. (337)

25. mál, almannatryggingar

Frsm. (Oddur Ólafsson):

Herra forseti. Sama gildir um þetta frv. og tvö hin fyrri, að það er til staðfestingar á brbl. er voru gefin út eftir samningana í vor.

Þetta er nýmæli í lögum um almannatryggingar og er um það, að einhleypingur, sem býr við erfiða húsnæðisaðstöðu eða dýra eða á annan hátt þarf meira til sinnar framfærslu en eðlilegt má teljast, á kost á aukagreiðslu, heimilisuppbót svokallaðri, sem er 10 þús. kr. á mánuði.

N. athugaði grundvöllinn undir þessu frv. og er einróma samþykk efni þess og leggur til að það verði samþ. — Halldór Ásgrímsson var fjarverandi afgreiðslu málsins.