Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 2076, 154. löggjafarþing 400. mál: umferðarlög (EES-reglur).
Lög nr. 91 4. júlí 2024.

Lög um breytingu á umferðarlögum, nr. 77/2019 (EES-reglur).


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 54. gr. laganna:
  1. 1. mgr. orðast svo:
  2.      Í þágu umferðaröryggis og bættra vinnuskilyrða skal ökumaður við akstur í farþega- og farmflutningum í atvinnuskyni njóta nægjanlegrar hvíldar til að geta sinnt störfum sínum. Í því skyni skal kveðið á um hámark daglegrar, vikulegrar og tveggja vikna vinnuskyldu ökumanna eftirtalinna ökutækja og skyldu þeirra til hvíldar eða til að gera hlé á akstri ökutækja sem:
    1. eru yfir 3,5 tonnum að leyfðri heildarþyngd,
    2. eru hönnuð eða varanlega útbúin til að flytja fleiri en átta farþega,
    3. eru yfir 2,5 tonnum að leyfðri heildarþyngd og notuð til vöruflutninga á milli ríkja eða gestaflutninga.

  3. Á eftir e-lið 2. mgr. kemur nýr stafliður, svohljóðandi, og breytist röð annarra stafliða samkvæmt því: skyldu flutningsaðila til að skipuleggja vinnu ökumanns í samræmi við ákvæði um aksturs- og hvíldartíma og skrásetja hvernig það er gert.
  4. Í stað orðanna „sbr. d- og e-lið“ í f-lið 2. mgr. kemur: sbr. d-, e- og f-lið.
  5. Á eftir i-lið 2. mgr. kemur nýr stafliður, svohljóðandi, og breytist röð annarra stafliða samkvæmt því: skyldu flutningsaðila til að greiða kostnað vegna gistingar ökumanns utan ökutækis þegar hann er að störfum.


2. gr.

     Á eftir orðinu „endurmenntun“ í 3. málsl. 10. mgr. 58. gr. laganna kemur: að hluta.

3. gr.

     Við 62. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
     Leiði það af skuldbindingum Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að erlent ökuskírteini skuli gilda hér á landi eða að íslenskt ökuskírteini verði útgefið í stað þess mælir ráðherra nánar fyrir um það og skilyrði þess í reglugerð.

4. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 69. gr. laganna:
  1. Orðið „vegið“ í 1. málsl. 6. mgr. fellur brott.
  2. Við bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
  3.      Eftirlitsstofnun EFTA er heimilt að leggja sekt á framleiðanda ökutækja þegar skýrslugjöf hans er ekki í samræmi við kröfur sem fram koma í reglugerð sem ráðherra setur. Eftirlitsstofnun EFTA er einnig heimilt að leggja sekt á framleiðanda ökutækja eða aðra markaðsaðila vegna samræmdra aðgerða innan Evrópska efnahagssvæðisins þegar ökutæki, eftirvagn, kerfi, íhlutur eða aðskilin tæknieining samræmist ekki kröfum sem fram koma í reglugerð ráðherra. Ráðherra skal í reglugerð m.a. kveða nánar á um skyldur og ábyrgð framleiðanda ökutækja og annarra markaðsaðila.
         Húsnæðis- og mannvirkjastofnun annast markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum og öðru þeim tengdu, samkvæmt nánari ákvörðun ráðherra. Samgöngustofa annast gerðarviðurkenningar. Ráðherra skal í reglugerð m.a. kveða nánar á um framkvæmd starfa markaðseftirlits- og viðurkenningarstjórnvalda, rétt til upplýsinga og gagna, miðlunar þeirra, aðgang að athafnasvæði markaðsaðila, sýnatöku o.s.frv.


5. gr.

     Á eftir 114. gr. laganna kemur ný grein, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:
Innleiðing.
     Lög þessi fela í sér heimild til innleiðingar ákvæða eftirtalinna reglugerða og tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins:
  1. Reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 frá 28. júní 2018 um vöktun og skýrslugjöf vegna koltvísýringslosunar og eldsneytisnotkunar nýrra þungra ökutækja, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 396/2021 frá 10. desember 2021.
  2. Reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1242 frá 20. júní 2019 um að setja staðla um frammistöðu vegna losunar koltvísýrings fyrir ný, þung ökutæki og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 595/2009 og reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/956 og tilskipun ráðsins 96/53/EB, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 398/2021 frá 10. desember 2021.
  3. Reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/858 frá 30. maí 2018 um viðurkenningu á og markaðseftirlit með vélknúnum ökutækjum og eftirvögnum þeirra og á kerfum, íhlutum og aðskildum tæknieiningum sem ætlaðar eru í slík ökutæki, um breytingu á reglugerðum (EB) nr. 715/2007 og (EB) nr. 595/2009 og niðurfellingu tilskipunar 2007/46/EB, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 49/2022 frá 18. mars 2022.
  4. Reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/1054 frá 15. júlí 2020 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 561/2006 að því er varðar lágmarkskröfur um daglegan og vikulegan hámarksaksturstíma, lágmarksvinnuhlé og daglegan og vikulegan hvíldartíma og reglugerð (ESB) nr. 165/2014 að því er varðar staðarákvörðun með aðstoð ökurita, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 78/2022 frá 18. mars 2022.
  5. Tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/645 frá 18. apríl 2018 um breytingu á tilskipun 2003/59/EB um grunnþjálfun og reglubundna þjálfun ökumanna tiltekinna ökutækja til vöru- eða farþegaflutninga og á tilskipun ráðsins 2006/126/EB um ökuskírteini, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 155/2022 frá 29. apríl 2022.
  6. Reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2022/1280 frá 18. júlí 2022 um sértækar og tímabundnar ráðstafanir, í ljósi innrásar Rússlands í Úkraínu, varðandi skjöl fyrir ökumenn sem gefin eru út í Úkraínu í samræmi við löggjöf landsins, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 113/2023 frá 28. apríl 2023.


6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.
     Þrátt fyrir 1. mgr. skal c-liður a-liðar 1. gr. öðlast gildi 1. júlí 2026.

Samþykkt á Alþingi 22. júní 2024.