Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 2092, 154. löggjafarþing 1161. mál: hafnalög (Hafnabótasjóður).
Lög nr. 94 4. júlí 2024.

Lög um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003 (Hafnabótasjóður).


1. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 1. tölul. 3. mgr. 26. gr. laganna er Hafnabótasjóði heimilt, fram til 1. janúar 2025, að fjármagna framkvæmdir ríkisins án þess að þær séu tilgreindar í gildandi samgönguáætlun.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 22. júní 2024.