Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 2088, 154. löggjafarþing 937. mál: listamannalaun (nýir sjóðir og fjölgun úthlutunarmánaða).
Lög nr. 107 5. júlí 2024.

Lög um breytingu á lögum um listamannalaun, nr. 57/2009 (nýir sjóðir og fjölgun úthlutunarmánaða).


1. gr.

     1. mgr. 2. gr. laganna orðast svo:
     Starfslaun listamanna skulu veitt úr eftirtöldum sjóðum:
  1. launasjóði hönnuða og arkitekta,
  2. launasjóði myndlistarmanna,
  3. launasjóði rithöfunda,
  4. launasjóði sviðslistafólks,
  5. launasjóði tónlistarflytjenda,
  6. launasjóði tónskálda,
  7. launasjóði kvikmyndahöfunda,
  8. Vexti, sjóði fyrir listamenn undir 35 ára,
  9. Vegsemd, sjóði fyrir listamenn 67 ára og eldri.


2. gr.

     Í stað orðanna „1.600 mánaðarlaun eða 133,33 árslaun“ í 5. gr. laganna kemur: 2.490 mánaðarlaun.

3. gr.

     6. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:
Launasjóður hönnuða og arkitekta.
     Launasjóður hönnuða og arkitekta veitir árlega starfslaun og styrki sem svara til 100 mánaðarlauna.
     Þriggja manna nefnd, sem ráðherra skipar árlega samkvæmt tillögum samtaka hönnuða og arkitekta, úthlutar fé úr launasjóði hönnuða og arkitekta. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Úthlutunarnefndin skiptir með sér verkum.

4. gr.

     Í stað „435“ í 1. mgr. 7. gr. laganna kemur: 630.

5. gr.

     Í stað „555“ í 1. mgr. 8. gr. laganna kemur: 685.

6. gr.

     Í stað „190“ í 1. mgr. 9. gr. laganna kemur: 280.

7. gr.

     Í stað „180“ í 1. mgr. 10. gr. laganna kemur: 255.

8. gr.

     Í stað „190“ í 1. mgr. 11. gr. laganna kemur: 260.

9. gr.

     Á eftir 11. gr. laganna koma tvær nýjar greinar, 11. gr. a og 11. gr. b, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
     
     a. (11. gr. a.)
Launasjóður kvikmyndahöfunda.
     Launasjóður kvikmyndahöfunda veitir árlega starfslaun og styrki sem svara til 100 mánaðarlauna.
     Þriggja manna nefnd sem ráðherra skipar árlega úthlutar fé úr launasjóði kvikmyndahöfunda. Samtök kvikmyndaleikstjóra og Félag leikskálda og handritshöfunda skulu hvort um sig tilnefna þrjá nefndarmenn. Ráðherra skipar þrjá aðalmenn og þrjá varamenn út frá tilnefningunum. Úthlutunarnefndin skiptir með sér verkum.
     
     b. (11. gr. b.)
Vegsemd.
     Vegsemd er launasjóður sem veitir árlega starfslaun og styrki sem svara til 180 mánaðarlauna til listamanna 67 ára og eldri sem starfa við þær listgreinar sem launasjóðir skv. a–g-lið 1. mgr. 2. gr. taka til.
     Úthlutunarnefndir launasjóða skv. 6.–11. gr. og 11. gr. a úthluta fé úr Vegsemd í samræmi við skiptingu milli listgreina sem stjórn listamannalauna ákveður að höfðu samráði við formenn úthlutunarnefnda. Úthlutunarnefnd sérgreinds launasjóðs getur ákveðið, með samþykki stjórnar listamannalauna, að styrkir sem svara til tiltekins fjölda mánaðarlauna færist frá viðkomandi sjóði og úthlutist úr Vegsemd.
     Þrátt fyrir 1. og 4. mgr. 12. gr. er heimilt að veita starfslaun úr Vegsemd til allt að fimm ára í senn. Ákvæði 3. mgr. 4. gr. gildir ekki um starfslaunaþega í Vegsemd.

10. gr.

     Í stað tilvísunarinnar „6.–11. gr.“ í 1. málsl. 1. mgr. 13. gr. og 14. gr. laganna kemur: 6.–11. gr. og 11. gr. a og 11. gr. b.

11. gr.

     Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
     Þrátt fyrir ákvæði 5. gr. skulu samanlögð starfslaun miðast við 1.720 mánaðarlaun á árinu 2025, 1.970 mánaðarlaun á árinu 2026 og 2.230 mánaðarlaun á árinu 2027.
     Þrátt fyrir 6.–11. gr. og 11. gr. a og 11. gr. b skal á árunum 2025, 2026 og 2027, eftir því sem við á, veita starfslaun úr launasjóðum sem svara til fjölda mánaðarlauna eins og hér segir:
  1. Launasjóður hönnuða og arkitekta skal veita starfslaun og styrki sem svara til 50 mánaðarlauna á árinu 2025 og 75 mánaðarlauna á árinu 2026.
  2. Launasjóður myndlistarmanna skal veita starfslaun og styrki sem svara til 435 mánaðarlauna á árinu 2025, 490 mánaðarlauna á árinu 2026 og 540 mánaðarlauna á árinu 2027.
  3. Launasjóður rithöfunda skal veita starfslaun og styrki sem svara til 555 mánaðarlauna á árinu 2025, 600 mánaðarlauna á árinu 2026 og 640 mánaðarlauna á árinu 2027.
  4. Launasjóður sviðslistafólks skal veita starfslaun og styrki sem svara til 190 mánaðarlauna á árinu 2025, 205 mánaðarlauna á árinu 2026 og 240 mánaðarlauna á árinu 2027.
  5. Launasjóður tónlistarflytjenda skal veita starfslaun og styrki sem svara til 180 mánaðarlauna á árinu 2025, 195 mánaðarlauna á árinu 2026 og 230 mánaðarlauna á árinu 2027.
  6. Launasjóður tónskálda skal veita starfslaun og styrki sem svara til 190 mánaðarlauna á árinu 2025, 205 mánaðarlauna á árinu 2026 og 240 mánaðarlauna á árinu 2027.
  7. Launasjóður kvikmyndahöfunda skal veita starfslaun og styrki sem svara til 60 mánaðarlauna á árinu 2025.
  8. Vegsemd skal veita starfslaun og styrki sem svara til 60 mánaðarlauna á árinu 2025, 100 mánaðarlauna á árinu 2026 og 140 mánaðarlauna á árinu 2027.


12. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.
     Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. koma breytingar á úthlutun listamannalauna fyrst til framkvæmda á árinu 2025 og eftir því sem fram kemur í 11. gr.

Samþykkt á Alþingi 22. júní 2024.