142. löggjafarþing — þingsetningarfundur

kosning kjörbréfanefndar.

[14:31]
Horfa

Aldursforseti (Einar K. Guðfinnsson):

Samkvæmt 2. mgr. 1. gr. þingskapa skal nú kjósa níu þingmenn í nefnd til þess að prófa kjörbréf og kosningu nýkjörinna þingmanna og varaþingmanna.

Borist hefur listi sem á eru nöfnin Birgir Ármannsson, Össur Skarphéðinsson, Vigdís Hauksdóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Páll Valur Björnsson, Höskuldur Þórhallsson og Helgi Hrafn Gunnarsson.

Þar sem ekki eru fleiri tilnefndir en kjósa skal lýsi ég áðurnefnda alþingismenn réttkjörna í kjörbréfanefnd.

Kjörbréfanefnd fer nú til starfa. Þessum þingfundi verður brátt frestað og vil ég biðja þingmenn og gesti að þiggja veitingar í tilefni dagsins í Skála Alþingis. Ég bið hæstv. forsætisráðherra að ganga fremstan með mér úr salnum til Skála.