151. löggjafarþing — 1. fundur,  1. okt. 2020.

afbrigði.

[15:36]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Í ljósi heimsfaraldurs kórónuveiru og fyrri framkvæmdar um tímabundin afbrigði frá þingsköpum í þágu nefndarstarfa hefur forsætisnefnd lagt fram frumvarp, hvers útbýting var lesin upp áðan, um breytingu á þingsköpum, um heimild þingmanna til að taka þátt í nefndarfundum með notkun fjarfundabúnaðar.

Þar til slíkt frumvarp hefur verið afgreitt er lagt til að afbrigði samkvæmt 95. gr. þingskapa verði veitt frá 17. gr. um skyldu nefndarmanna til að mæta á nefndarfundi og frá 22. gr. um ályktunarbærni nefndarfunda. Einnig er lagt til að stuðst verði áfram við leiðbeiningar um fundahöld og notkun fjarfundabúnaðar á fundum fastanefnda sem sendar voru þingmönnum 30. apríl sl.

Afbrigðin skoðast samþykkt ef enginn hreyfir andmælum.