142. löggjafarþing — 10. fundur,  21. júní 2013.

Ríkisútvarpið, fjölmiðill í almannaþágu.

11. mál
[17:41]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill upplýsa það að hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er utan bæjar og getur því miður ekki verið hér að sinni, en hæstv. ráðherra hefur í hyggju að koma til þinghússins og í framhaldi af því verða þessi mál metin.

Það hefur komið fram að því hefur verið vel tekið í sjálfu sér að halda fund í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, en það er mat forseta að eðlilegra væri að viðkomandi fagnefnd fjallaði um þetta mál en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þegar farið er yfir þingsköpin er ljóst mál að þessi mál heyra miklu fremur undir þá fagnefnd sem um er að ræða en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd þannig að það er mat forseta að þá væri eðlilegra að beina þeirri ósk til formanns atvinnuveganefndar en til formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.