143. löggjafarþing — 10. fundur,  16. okt. 2013.

þjóðfáni Íslendinga og ríkisskjaldarmerkið.

13. mál
[19:01]
Horfa

Björk Vilhelmsdóttir (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar til að koma með eina fyrirspurn. Það varðar b-lið 1. gr. þessa frumvarps þar sem við bætast málsgreinar þar sem segir að ráðherra sé heimilt í reglugerð að kveða á um nánari skilyrði fyrir notkun fánans og að ráðherra skeri úr um álitaefni sem upp kunni að koma um leyfilega notkun fánans. Er talið eðlilegt að ráðherra skeri úr um svona mál en ekki nefnd sem væri þá sérfróð um hönnun og vörumerkingar, bara vöruhönnun yfir höfuð. Ég hefði talið það eðlilegt en ekki að það væri ráðherrans að skera úr um svona hluti, ég held að það gæti kallað á geðþóttaákvarðanir.