154. löggjafarþing — 10. fundur,  28. sept. 2023.

Mannréttindastofnun Íslands.

239. mál
[11:38]
Horfa

forsætisráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni andsvarið. Þar vega þyngst verkefni réttindagæslumanns fatlaðs fólks sem verða þá millifærð úr félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu yfir í þessa stofnun. Það er langstærsti liðurinn fyrir utan verkefni Mannréttindaskrifstofu Íslands. Eins og fram kemur er það svo með tilfærslu verkefna í raun og veru, og breytingar á stuðningi við mannréttindi, að það eru þá u.þ.b. tæpar 44 milljónir sem þarf nýjar inn til að tryggja fullnægjandi rekstur stofnunarinnar að okkar mati.