154. löggjafarþing — 10. fundur,  28. sept. 2023.

Mannréttindastofnun Íslands.

239. mál
[11:38]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svarið. Nú er Mannréttindaskrifstofa Íslands samkvæmt upplýsingum á heimasíðu með svona tvo til þrjá starfsmenn þannig að þessar 39 millj. kr. sem þaðan koma eru nú ábyggilega meginþorri þeirrar fjármögnunar sem starfsemin hefur. Má reikna með því að Mannréttindaskrifstofa Íslands og verkefni hennar leggist af við þessar breytingar? Hefur það verið skoðað eða er ætlunin að fjármagna þá starfsemi með öðrum hætti úr opinberum sjóðum? Og ef ráðherra vinnst tími til væri kannski áhugavert að heyra með hvaða hætti greining fór fram á því hvort þessum verkefnum hefði mögulega getað verið komið fyrir annars staðar í stað þess að búa til nýja ríkisstofnun með þessu frumvarpi.