154. löggjafarþing — 10. fundur,  28. sept. 2023.

stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025.

234. mál
[14:44]
Horfa

Elva Dögg Sigurðardóttir (V) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin. Ég samt sem áður sakna samfélagslegu áskorananna í þingsályktunartillögunni og spyr einfaldlega aftur hvers vegna þessi samfélagslegu orð eru ekki notuð og eins hvort ráðherra telji að það sé líklegt eða hvort farið verði af stað í háskólanum með einhver plön um að setja af stað slíka menntun eins og ég nefndi að er í Danmörku.