154. löggjafarþing — 10. fundur,  28. sept. 2023.

lagning heilsársvegar í Árneshrepp.

134. mál
[18:20]
Horfa

Flm. (Bjarni Jónsson) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, það hefur margt verið nefnt í gegnum tíðina og rætt og lagt fram. En í þessu tilviki var einfaldlega allur þingheimur, allir sem hér áttu sæti, fulltrúar allra framboða sammála um þetta. Svo er kosið og svo er aftur kosið og alltaf eru menn sammála um þetta en ekkert gerist. Þannig á það nú aldeilis ekki að vera. Það er ekki hægt að fela sig á bak við það að stundum eru menn í ríkisstjórn og stundum ekki. Þetta er eitthvað sem við eigum bara vinna saman að og klára sem hér einn hópur 63 einstaklinga, að vinna landinu hag.